Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 12:01 Frá framkvæmdum á Reykjanesbraut við gatnamótin við Sæbraut í sumar en á næsta ári er gert ráð fyrir að 4,8 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu, meðal annars Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira