Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 13:17 Gullver í höfn á Seyðisfirði. Síldarvinnslan/Ómar Bogason Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira