Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Rúnar (t.h) er hér ásamt Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara KR. Andrew Milligan/Getty Images Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira