„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2020 21:40 Birkir Már Sævarsson spilaði sig aftur inn í landsliðið með frammistöðu sinni með Val í haust. VÍSIR/VILHELM Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. Valur er átta stigum á undan FH þegar fjórar umferðir eru eftir, svo að ef að FH vinnur ekki KA í næstu umferð dugar Val að vinna Fylki í Árbænum til að landa titlinum. „Við erum náttúrulega ekki búnir að vinna neitt enn þannig að við erum bara að hugsa um að klára þetta almennilega og vinna þá leiki sem við eigum eftir. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu,“ sagði Birkir eftir 6-0 sigurinn á Gróttu í kvöld. „Fyrir einhverjum árum síðan var Keflavík með svona forystu þegar það voru 3-4 leikir eftir en klúðruðu því, svo við vitum alveg að það er hægt að klúðra svona forystu ef maður er ekki á tánum. Við förum bara í næsta leik til að vinna hann,“ sagði Birkir. Frábært að spila með Aroni Valsmenn fóru á kostum á köflum í leiknum við Gróttu en slökuðu á þess á milli. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar, en hann hefur komið frábærlega inn í liðið fyrir framan Birki á hægri kantinum. Birkir Már Sævarsson átti fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá landsliðinu um langt árabil.VÍSIR/VILHELM „Aron er auðvitað frábær fótboltamaður og það hefur verið frábært að spila með honum á þessu tímabili. Við náum mjög vel saman. Hann og hinir framherjarnir hafa líka náð mjög vel saman og þetta er allt búið að smella – verið góður stígandi í þessu allt tímabilið. Þetta var mjög heilsteyptur leikur í kvöld, við skoruðum fullt af mörkum og héldum hreinu eins og við vildum gera. Mér fannst við slaka aðeins of mikið á eftir góðan fyrri hluta fyrri hálfleiks, og við vorum lélegir í byrjun seinni, þangað til við skoruðum fjórða markið og þá fannst mér við geta keyrt yfir þá í lokin,“ sagði Birkir. Mjög glaður þegar ég fékk símtalið Birkir var valinn í landsliðið á föstudaginn, fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu næsta fimmtudag og leiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni í kjölfarið, eftir að hafa farið á kostum með Val að undanförnu. „Ég var mjög glaður þegar ég fékk símtalið og stefni á að gera mitt allra besta á þessum örfáu æfingum fram að Rúmeníuleiknum. Svo sjáum við hverju það skilar,“ sagði Birkir. Hann hefur leikið 92 A-landsleiki og er öllum hnútum kunnugur í landsliðinu þó að hann hafi ekki átt fast sæti í hópnum hjá Erik Hamrén. Birkir á að baki 92 A-landsleiki og er í þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands.VÍSIR/VILHELM „Jú, það er auðvitað kostur að vera búinn að spila nokkra landsleiki og koma líka inn í hóp þar sem maður þekkir nánast alla. Byrjunarliðið frá EM er allt þarna samankomið þannig að maður þekkir vel til og verður fljótur að koma sér inn í allt saman,“ sagði Birkir. Búinn að passa mig í allt sumar Nú þegar kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu vikur er sífellt meiri hætta á því fyrir Birki líkt og aðra að lenda í sóttkví, og missa þar með af landsleikjunum. Hefur hann farið sérstaklega varlega síðustu daga? „Ég er búinn að passa mig í allt sumar. Konan mín er í áhættuhóp þannig að við þurfum að passa okkur aukalega og það er ekkert óþarfa útstáelsi á okkur, en við erum með stóra fjölskyldu þannig að maður verður að fara í búð. Það er þá betra að ég geri það en hún. Þannig að það eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grótta 6-0 | Hlegið hátt á Hlíðarenda Valsmenn hafa hent að mörgu gaman í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í sumar og fóru illa með Gróttu á Hlíðarenda í kvöld þar sem staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Mögulega verða þeir meistarar í næstu umferð. 4. október 2020 21:00