Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 12:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar óskaði eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum á Alþingi í morgun Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira