Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 07:16 Í tuttugu manna samkomubanninu í vor var ekki mikil áhersla lögð á grímunotkun en nú er víða grímuskylda, til dæmis í strætó. Vísir/Vilhelm Á miðnætti aðfaranótt mánudags tóku gildi hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var neyðarstig almannavarna einnig virkjað en undanfarna mánuði hefur hættustig verið í gildi. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, og er eins metra nándarregla í gildi. Tuttugu manna samkomubann vegna faraldursins var fyrst sett á þann 24. mars og gilti upphaflega til 13. apríl. Í byrjun apríl var hins vegar tilkynnt að samkomubannið yrði framlengt til 4. maí en þann dag tók fimmtíu manna samkomubann gildi. Þótt sá fjöldi sem megi koma saman frá og með deginum í gær, og að óbreyttu næstu tvær vikur, sé sá sami og þessar sex vikur síðastliðið vor er mjög margt ólíkt með þeim reglum sem giltu þá og gilda nú. Það helsta er tekið saman í umfjölluninni sem hér fer á eftir. Mandi minnti á tveggja metra regluna með þessum hætti í fyrra tuttugu manna samkomubanninu í vor.Vísir/Vilhelm Tveggja metra regla þá, eins metra regla nú Í vor var tveggja metra nándarregla í gildi. Nú gildir eins metra nándarregla. Í vor var sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, krám, skemmtistöðum, spilasölum og söfnum gert að loka. Nú mega sundlaugar hafa opið og mega gestir á sundstöðum vera að hámarki 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Þá er söfnum ekki gert að loka núna heldur þurfa þau að passa upp á tuttugu manna hámarkið. Líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, krár og spilasalir þurfa hins vegar að loka aftur nú. Myndin er tekin á Hlemmi Mathöll í gær sem enn er opin.Vísir/Vilhelm Má fara í klippingu með grímu Í vor var veitingastöðum með vínveitingaleyfi heimilt að hafa opið til klukkan 23 en með þeim samkomutakmörkunum sem þá voru í gildi; ekki fleiri en tuttugu manns inni á sama tíma og tveggja metra regla á milli fólks. Mjög margir veitingastaðir sáu ekki fram á að geta haft opið með þessum takmörkunum og brugðu því á það ráð að loka tímabundið. Nú gilda svipaðar reglur fyrir veitingastaði, það er þeir mega ekki hafa opið lengur en til 23, ekki mega vera fleiri en tuttugu manns inni á hverjum tíma og passa þarf upp á eins metra nándarregluna. Hvort einhverjir veitingastaðir muni loka vegna þessara takmarkanna á eftir að koma í ljós. Í vor var starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar og eða snertingar milli fólks óheimil. Þar á meðal var starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og sjúkraþjálfara. Núna er þessi starfsemi heimil en þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna er fólki skylt að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Alþingi er undanþegið tuttugu manna samkomubanni en þar eins og annars staðar þarf að virða eins metra regluna og bera grímu ef ekki er hægt að tryggja þá fjarlægð.Vísir/Vilhelm Ýmsar undantekningar frá samkomubanni nú Í vor var mjög lítið um undantekningar frá samkomubanninu og tveggja metra reglunni. Þannig náðu takmarkanirnar yfir allt íþróttastarf, leikhúsin, bíóin og kirkjuathafnir, dómstóla og almenningssamgöngur. Sérstakar reglur giltu þó um matvöruverslanir og lyfjabúðir sem og um skólastarf en eftirfarandi undanþágur frá tuttugu manna samkomubanni eru í gildi núna: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Grímuskylda er í strætó í öllum ferðum frá og með deginum í gær. Áður hafði verið skylt að nota grímu í ferðum úti á landi og í ferðum á höfuðborgarsvæðinu sem voru lengri en hálftíma.Vísir/Vilhelm Grímuskylda í Strætó Í vor var ekki mikil áhersla lögð á grímuskyldu. Nú er hins vegar lögð mikil áhersla á að grímuskyldu þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægð. Þannig er skylt að nota grímu í öllu áætlunarflugi, hvort sem er innanlands eða á milli landa. Þá skal einnig nota grímu í almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð á milli ótengdra einstaklinga. Strætó hefur til að mynda sett grímuskyldu fyrir sína farþega og þá er grímuskylda ef maður ætlar með Herjólfi til Vestmannaeyja. Þrátt fyrir aukna grímuskyldu þá leggja yfirvöld engu að síður áherslu á það að notkun andlitsgrímu komi ekki í stað almennra sýkingavarna sem alltaf skal viðhafa, það er handhreinsun, almennt hreinlæti og sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Þá kemur gríman heldur ekki í staðinn fyrir eins metra regluna, til dæmis í verslunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Á miðnætti aðfaranótt mánudags tóku gildi hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var neyðarstig almannavarna einnig virkjað en undanfarna mánuði hefur hættustig verið í gildi. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, og er eins metra nándarregla í gildi. Tuttugu manna samkomubann vegna faraldursins var fyrst sett á þann 24. mars og gilti upphaflega til 13. apríl. Í byrjun apríl var hins vegar tilkynnt að samkomubannið yrði framlengt til 4. maí en þann dag tók fimmtíu manna samkomubann gildi. Þótt sá fjöldi sem megi koma saman frá og með deginum í gær, og að óbreyttu næstu tvær vikur, sé sá sami og þessar sex vikur síðastliðið vor er mjög margt ólíkt með þeim reglum sem giltu þá og gilda nú. Það helsta er tekið saman í umfjölluninni sem hér fer á eftir. Mandi minnti á tveggja metra regluna með þessum hætti í fyrra tuttugu manna samkomubanninu í vor.Vísir/Vilhelm Tveggja metra regla þá, eins metra regla nú Í vor var tveggja metra nándarregla í gildi. Nú gildir eins metra nándarregla. Í vor var sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, krám, skemmtistöðum, spilasölum og söfnum gert að loka. Nú mega sundlaugar hafa opið og mega gestir á sundstöðum vera að hámarki 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Þá er söfnum ekki gert að loka núna heldur þurfa þau að passa upp á tuttugu manna hámarkið. Líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, krár og spilasalir þurfa hins vegar að loka aftur nú. Myndin er tekin á Hlemmi Mathöll í gær sem enn er opin.Vísir/Vilhelm Má fara í klippingu með grímu Í vor var veitingastöðum með vínveitingaleyfi heimilt að hafa opið til klukkan 23 en með þeim samkomutakmörkunum sem þá voru í gildi; ekki fleiri en tuttugu manns inni á sama tíma og tveggja metra regla á milli fólks. Mjög margir veitingastaðir sáu ekki fram á að geta haft opið með þessum takmörkunum og brugðu því á það ráð að loka tímabundið. Nú gilda svipaðar reglur fyrir veitingastaði, það er þeir mega ekki hafa opið lengur en til 23, ekki mega vera fleiri en tuttugu manns inni á hverjum tíma og passa þarf upp á eins metra nándarregluna. Hvort einhverjir veitingastaðir muni loka vegna þessara takmarkanna á eftir að koma í ljós. Í vor var starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar og eða snertingar milli fólks óheimil. Þar á meðal var starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og sjúkraþjálfara. Núna er þessi starfsemi heimil en þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna er fólki skylt að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Alþingi er undanþegið tuttugu manna samkomubanni en þar eins og annars staðar þarf að virða eins metra regluna og bera grímu ef ekki er hægt að tryggja þá fjarlægð.Vísir/Vilhelm Ýmsar undantekningar frá samkomubanni nú Í vor var mjög lítið um undantekningar frá samkomubanninu og tveggja metra reglunni. Þannig náðu takmarkanirnar yfir allt íþróttastarf, leikhúsin, bíóin og kirkjuathafnir, dómstóla og almenningssamgöngur. Sérstakar reglur giltu þó um matvöruverslanir og lyfjabúðir sem og um skólastarf en eftirfarandi undanþágur frá tuttugu manna samkomubanni eru í gildi núna: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Grímuskylda er í strætó í öllum ferðum frá og með deginum í gær. Áður hafði verið skylt að nota grímu í ferðum úti á landi og í ferðum á höfuðborgarsvæðinu sem voru lengri en hálftíma.Vísir/Vilhelm Grímuskylda í Strætó Í vor var ekki mikil áhersla lögð á grímuskyldu. Nú er hins vegar lögð mikil áhersla á að grímuskyldu þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægð. Þannig er skylt að nota grímu í öllu áætlunarflugi, hvort sem er innanlands eða á milli landa. Þá skal einnig nota grímu í almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð á milli ótengdra einstaklinga. Strætó hefur til að mynda sett grímuskyldu fyrir sína farþega og þá er grímuskylda ef maður ætlar með Herjólfi til Vestmannaeyja. Þrátt fyrir aukna grímuskyldu þá leggja yfirvöld engu að síður áherslu á það að notkun andlitsgrímu komi ekki í stað almennra sýkingavarna sem alltaf skal viðhafa, það er handhreinsun, almennt hreinlæti og sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Þá kemur gríman heldur ekki í staðinn fyrir eins metra regluna, til dæmis í verslunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira