Ágúst Eðvald Hlynsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Horsens frá Víkingi sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár.
Víkingur hefur komist að samkomulagi við AC Horsens um félagaskipti Ágústs Eðvalds Hlynssonar.
— Víkingur FC (@vikingurfc) October 5, 2020
Ágúst hefur verið einn af lykil leikmönnum Víkings sl. tvö tímabil og bætist nú í hóp þeirra leikmanna liðsins sem taka skrefið út í atvinnumennsku.
Gangi þér vel @HlynssonAgust! pic.twitter.com/nVMuFqo7Na
Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Norwich City á Englandi. Hann kom aftur heim í fyrra og fór til Víkings. Ágúst lék alls 46 deildar- og bikarleiki með Víkingum og skoraði átta mörk. Hann varð bikarmeistari með Víkingi í fyrra.
Þess má geta að þjálfari Horsens, Jonas Dal, lék með föður Ágústs, Hlyni Svan Eiríkssyni, hjá Þór á Akureyri árið 2000, árið sem Ágúst fæddist.
Horsens er með eitt stig á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn AGF laugardaginn 18. október.
Velkommen til Ágúst Hlynsson
— AC Horsens (@AC_Horsens) October 5, 2020
Læs mere her https://t.co/XV0y2zEx2G#Hlynsson #Transferdk #deadlineday pic.twitter.com/bgcX3OTw9P
Ágúst lék sinn síðasta leik fyrir Víking þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í Víkinni í Pepsi Max-deild karla í gær.