Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 16:21 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15