Manchester United hefur staðfest komu Alex Telles en hann kemur til félagsins frá Porto.
Tellas hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Rauðu djöflanna en möguleiki er á eins árs framlengingu í samningnum.
Photo confirmation of Alex Telles' move to Manchester United.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 5, 2020
Solskjær: "First and foremost, I welcome Alex to United. He is a player we have been tracking for some time and his performances over the past few years are exactly what we are looking for."
(Source: @ManUtd) pic.twitter.com/u0yjuuI5Aq
Tellas er 27 ára vinstri bakvörður sem kemur frá Porto en hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016. Þá kom hann til félagsins frá Galatasaray.
Hann á einn leik með brasilíska landsliðinu en hann á að berjast við vinstri bakvarðarstöðuna við Luke Shaw sem hefur legið undir mikilli gagnrýni.
United var niðurlægt um helgina er þeir töpuðu 6-1 fyrir Tottenham á heimavelli. Spurning er hvort að Telles sé eini maðurinn sem liðið fær en Edinson Cavani hefur einnig verið orðaður við United.
Signed.
— Manchester United (@ManUtd) October 5, 2020
Sealed.
Delivered.
Welcome to #MUFC, Alex Telles! pic.twitter.com/AJl7xsSDSq