„Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 18:53 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira