Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 12:06 Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé komin í veldisvöxt og nú verði allir að leggjast á eitt við að hefta útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27
Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19