Bein útsending: Nordic Innovation - Staða heilsutækni á Norðurlöndum Ský 7. október 2020 08:00 Marianne Larsson, Haraldur Ingi Birgisson og Kristleifur Kristjánsson flytja erindi á ráðstefnunni. Fundarstjóri er Erla Björnsdóttir Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation
Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira