Hægt verði að meina dæmdum ofbeldismönnum að stunda næturlífið Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2020 14:15 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti tillögur ríkisstjórnar sinnar í morgun. Gettty Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum. Danmörk Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum.
Danmörk Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira