Orkuskipti kalla á breytta gjaldtöku í samgöngum Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 7. október 2020 06:00 Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vegtollar Samgöngur Jökull Sólberg Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun