Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 20:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag. Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag.
Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43