Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 12:11 Sænskir vísindamenn við sýnatöku við Klettagarða. Umhverfisstofnun Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska. Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska.
Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira