Lífsstílsglósa ráðherra kornið sem fyllti mælinn Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2020 13:58 Ásgeir Sveinsson bóndi og hans ætt öll hefur verið í Sjálfstæðisflokknum alla tíð. En nú skilja leiðir. Orð Kristjáns Þórs Júlíussonar eru kornið sem fyllti mælinn. Sauðfjárbændur eru æfir vegna orða ráðherra um að búmennska snúist um lífsstíl en ekki afkomu. Þeir telja þetta lýsa mikilli lítilsvirðingu í sinn garð og fullkomið skilningsleysi á grafalvarlegri stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir. Ásgeir Sveinsson bóndi á Innri Múla á Barðaströnd, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann segir það ekki léttvægt skref að stíga. Hann og öll hans ætt, sem er stór, hefur verið í Sjálfstæðisflokknum alla tíð og starfað fyrir hann árum saman. Ásgeir var á lista Sjálfstæðisflokksins til síðustu Alþingiskosninga, er bæjarfulltrúi og situr í bæjarráði Vesturbyggðar. Hin umdeildu ummæli Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra sem féllu á þingi í gær; bústörfin snerist meira um lífsstíl en afkomu, hafa fallið í afar grýttan jarðveg. Bændur eru reyndar æfir og þess sjást merki í Facebookhóp sauðfjárbænda. Meðal þess sem sjá má á vettvangi sauðfjárbænda á Facebook. Þar fær Kristján Þór það óþvegið. Þar fær Kristján Þór það óþvegið. Ásgeir setti þar inn mynd af úrsagnarbréfi sínu úr flokknum við miklar og góðar undirtekir. Bændur hafa vart í sig né á „Ég hef heyrt í mörgum,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann segir bændur uggandi um sinn hag og margir að hugsa sinn gang. „Við höfum varla í okkur og á. Sú staða er komin upp og þegar ráðherra segir þetta, við fyrirspurn, hvernig hann sjái þetta fyrir sér í framtíðinni er ljóst að ég á varla mikla framtíð með honum,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist hafa verið í sveitarstjórn frá árinu 2010. Hann hafi rætt við marga í pólitíkinni og lýst yfir áhyggjum af stöðu mála. „Svo kom dómurinn í gær, að þetta væri bara lífsstíll. Auðvitað er maður ekkert ánægður með það.“ Eins og Vísir hefur greint frá telur Kristján Þór orð sín slitin úr samhengi. En Ásgeir gefur ekki mikið fyrir það, telur að um sé að ræða eftiráskýringu. „Hann var að tala frá hjartanu. Það kom þó í ljós að við ættum landbúnaðarráðaherra, ég hélt að við ættum engan, hann kom úr felum,“ segir Ásgeir. Orð Kristjáns Þórs voru kornið sem fylltu mælinn. „Nokkuð sem allir hafa skynjað og vitað en að fá þetta svona beint í andlitið… Hann hefði þá í það minnsta getað logið í okkur, að það væri verið að kanna þetta og málið væri í einhverri nefnd.“ Afurðaverð til bænda verður að hækka Ásgeir, sem titlar sig af nokkurri hógværð smala í símaskrá, en rekur stórt sauðfjárbú – hann er með á bilinu 840 til 900 kindur á fóðrum yfir vetur, segir stöðuna alveg galna. Bændur fá 113 krónur fyrir fullorðið á kílóið. Ásgeir segir að sauðfjárbændur hafi fengið nóg. Þeir geta ekki framfleytt sér og sínum með bústörfunum einum og sér. Og það er ekki boðlegt. Mynd sem tekin var af Ásgeiri á sínum tíma í tilefni af viðtali sem hann var í við breska fjölmiðla vegna góðs gengis íslenska landsliðsins í fótbolta. Aðsend Þrjú þúsund krónur fyrir skrokkinn allan. Meðan heyrist að kílóverð af file fari uppí um 9000 krónur. Afurðaverðið sé grín. Og það sé eitthvað bogið við kerfi sem þýðir að íslenskir bændur fái minnst í sinn hlut innan OECD-ríkja en neytendur borgi mest. „En þetta er náttúrlega lífsstíll,“ segir Ásgeir háðskur. Hann segir að ítrekað hafi verið bent á þetta en enginn hafi viljað kafa í málið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að styrkja nýliða í greininni séu vanhugsaðar því hvað taki svo við að ári liðnu menn eru farnir að reyna að fóta sig innan þessa vonlausa kerfis? „Eina sem maður getur vonað að þessi ummæli veki fólk af Þyrnirósarsvefninum. Hverju breytir það fyrir nýliða að fá styrki; hvernig hann ætlar að lifa af næsta ár? Það þarf að hækka afurðaverðið. Ég er ekki með neina töfralausn á þessu en það er eitthvað skakkt við þetta. Ég legg inn þúsund lömb og afurðaverðið er um 10 milljónir sem er svipað og háseti fær fyrir einn mánuð á góðum frystitogara.“ Ýmsir vilja meina að Kristján Þór sé meiri vinur sjávarútvegsins en landbúnaðar? „Jájá, það eru svo sem ekkert allir hoppandi ánægðir með hann þar. En, vissulega þeir sem eru með honum í liði.“ Hefur haldið með sínum flokki eins og íþróttafélagi En nú þegar fyrir liggur, og hefur gert lengi, að þetta kerfi er ekki að virka nema sem fátæktargildra fyrir bændur, af hverju hefurðu verið í Sjálfstæðisflokknum? Ásgeir hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins lengi og hefur um árabil reynt að vekja menn þar til vitundar um óásættanlegar aðstæður bænda. En hann hefur talað fyrir daufum eyrum og hefur nú gefist upp.Aðsend „Ég veit ekki hvað maður á að segja? Mér líkar margt annað vel við það stjórnun landsins er háttað. Er þetta ekki eins og með fótboltalið? Maður getur skipt um konu en ekki stjórnmálaflokk eða fótboltalið. Þetta er svolítið þannig. Það má finna galla á öllum flokkum.“ Ásgeir telur nú tímabært að leita annarra leiða. Hann á engan kost annan en berjast fyrir afkomu sinni og sinna. Hann telur fullreynt að gera það innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Ásgeir segir fyrirliggjandi að hann geti ekki framfleytt sér og sínum með bústörfum einum en honum þykir kyndugt að það verði ekki gert nema með íhlaupavinnu samhliða bústörfum. Sem er ærinn starfi og mikil binding. Með 900 á vetrarfóðrum, kindurnar spyrja ekkert um það; þeim þarf að gefa og sinna. „Fólki finnst gott að hafa okkur hér í dreifðari byggðum þegar eitthvað bjátar á. Það þarf að halda landinu í byggð. Nei, ég læt ekki bjóða mér svona talsmáta eins og Sjávarútvegsráðherra fór með í gær. Ég er sauðfjárbóndi að atvinnu og vinn við það alla daga ársins. Dýrin þurfa sína sinningu alla daga ársins og oft allan sólarhringinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Kæri landbúnaðarráðherra Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. 8. október 2020 00:42 Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Sauðfjárbændur eru æfir vegna orða ráðherra um að búmennska snúist um lífsstíl en ekki afkomu. Þeir telja þetta lýsa mikilli lítilsvirðingu í sinn garð og fullkomið skilningsleysi á grafalvarlegri stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir. Ásgeir Sveinsson bóndi á Innri Múla á Barðaströnd, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann segir það ekki léttvægt skref að stíga. Hann og öll hans ætt, sem er stór, hefur verið í Sjálfstæðisflokknum alla tíð og starfað fyrir hann árum saman. Ásgeir var á lista Sjálfstæðisflokksins til síðustu Alþingiskosninga, er bæjarfulltrúi og situr í bæjarráði Vesturbyggðar. Hin umdeildu ummæli Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra sem féllu á þingi í gær; bústörfin snerist meira um lífsstíl en afkomu, hafa fallið í afar grýttan jarðveg. Bændur eru reyndar æfir og þess sjást merki í Facebookhóp sauðfjárbænda. Meðal þess sem sjá má á vettvangi sauðfjárbænda á Facebook. Þar fær Kristján Þór það óþvegið. Þar fær Kristján Þór það óþvegið. Ásgeir setti þar inn mynd af úrsagnarbréfi sínu úr flokknum við miklar og góðar undirtekir. Bændur hafa vart í sig né á „Ég hef heyrt í mörgum,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann segir bændur uggandi um sinn hag og margir að hugsa sinn gang. „Við höfum varla í okkur og á. Sú staða er komin upp og þegar ráðherra segir þetta, við fyrirspurn, hvernig hann sjái þetta fyrir sér í framtíðinni er ljóst að ég á varla mikla framtíð með honum,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist hafa verið í sveitarstjórn frá árinu 2010. Hann hafi rætt við marga í pólitíkinni og lýst yfir áhyggjum af stöðu mála. „Svo kom dómurinn í gær, að þetta væri bara lífsstíll. Auðvitað er maður ekkert ánægður með það.“ Eins og Vísir hefur greint frá telur Kristján Þór orð sín slitin úr samhengi. En Ásgeir gefur ekki mikið fyrir það, telur að um sé að ræða eftiráskýringu. „Hann var að tala frá hjartanu. Það kom þó í ljós að við ættum landbúnaðarráðaherra, ég hélt að við ættum engan, hann kom úr felum,“ segir Ásgeir. Orð Kristjáns Þórs voru kornið sem fylltu mælinn. „Nokkuð sem allir hafa skynjað og vitað en að fá þetta svona beint í andlitið… Hann hefði þá í það minnsta getað logið í okkur, að það væri verið að kanna þetta og málið væri í einhverri nefnd.“ Afurðaverð til bænda verður að hækka Ásgeir, sem titlar sig af nokkurri hógværð smala í símaskrá, en rekur stórt sauðfjárbú – hann er með á bilinu 840 til 900 kindur á fóðrum yfir vetur, segir stöðuna alveg galna. Bændur fá 113 krónur fyrir fullorðið á kílóið. Ásgeir segir að sauðfjárbændur hafi fengið nóg. Þeir geta ekki framfleytt sér og sínum með bústörfunum einum og sér. Og það er ekki boðlegt. Mynd sem tekin var af Ásgeiri á sínum tíma í tilefni af viðtali sem hann var í við breska fjölmiðla vegna góðs gengis íslenska landsliðsins í fótbolta. Aðsend Þrjú þúsund krónur fyrir skrokkinn allan. Meðan heyrist að kílóverð af file fari uppí um 9000 krónur. Afurðaverðið sé grín. Og það sé eitthvað bogið við kerfi sem þýðir að íslenskir bændur fái minnst í sinn hlut innan OECD-ríkja en neytendur borgi mest. „En þetta er náttúrlega lífsstíll,“ segir Ásgeir háðskur. Hann segir að ítrekað hafi verið bent á þetta en enginn hafi viljað kafa í málið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að styrkja nýliða í greininni séu vanhugsaðar því hvað taki svo við að ári liðnu menn eru farnir að reyna að fóta sig innan þessa vonlausa kerfis? „Eina sem maður getur vonað að þessi ummæli veki fólk af Þyrnirósarsvefninum. Hverju breytir það fyrir nýliða að fá styrki; hvernig hann ætlar að lifa af næsta ár? Það þarf að hækka afurðaverðið. Ég er ekki með neina töfralausn á þessu en það er eitthvað skakkt við þetta. Ég legg inn þúsund lömb og afurðaverðið er um 10 milljónir sem er svipað og háseti fær fyrir einn mánuð á góðum frystitogara.“ Ýmsir vilja meina að Kristján Þór sé meiri vinur sjávarútvegsins en landbúnaðar? „Jájá, það eru svo sem ekkert allir hoppandi ánægðir með hann þar. En, vissulega þeir sem eru með honum í liði.“ Hefur haldið með sínum flokki eins og íþróttafélagi En nú þegar fyrir liggur, og hefur gert lengi, að þetta kerfi er ekki að virka nema sem fátæktargildra fyrir bændur, af hverju hefurðu verið í Sjálfstæðisflokknum? Ásgeir hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins lengi og hefur um árabil reynt að vekja menn þar til vitundar um óásættanlegar aðstæður bænda. En hann hefur talað fyrir daufum eyrum og hefur nú gefist upp.Aðsend „Ég veit ekki hvað maður á að segja? Mér líkar margt annað vel við það stjórnun landsins er háttað. Er þetta ekki eins og með fótboltalið? Maður getur skipt um konu en ekki stjórnmálaflokk eða fótboltalið. Þetta er svolítið þannig. Það má finna galla á öllum flokkum.“ Ásgeir telur nú tímabært að leita annarra leiða. Hann á engan kost annan en berjast fyrir afkomu sinni og sinna. Hann telur fullreynt að gera það innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Ásgeir segir fyrirliggjandi að hann geti ekki framfleytt sér og sínum með bústörfum einum en honum þykir kyndugt að það verði ekki gert nema með íhlaupavinnu samhliða bústörfum. Sem er ærinn starfi og mikil binding. Með 900 á vetrarfóðrum, kindurnar spyrja ekkert um það; þeim þarf að gefa og sinna. „Fólki finnst gott að hafa okkur hér í dreifðari byggðum þegar eitthvað bjátar á. Það þarf að halda landinu í byggð. Nei, ég læt ekki bjóða mér svona talsmáta eins og Sjávarútvegsráðherra fór með í gær. Ég er sauðfjárbóndi að atvinnu og vinn við það alla daga ársins. Dýrin þurfa sína sinningu alla daga ársins og oft allan sólarhringinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Kæri landbúnaðarráðherra Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. 8. október 2020 00:42 Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. 8. október 2020 00:42
Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43