Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2020 07:01 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir að vantað hafi upp á samráð við íþróttahreyfinguna í síðustu aðgerðum heilbrigðisráðherra. vísir/daníel Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45