Plástur á sárið Katrín Atladóttir skrifar 9. október 2020 07:01 Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun