Plástur á sárið Katrín Atladóttir skrifar 9. október 2020 07:01 Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun