Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 16:04 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lokunarstyrkirnir nú verði rausnarlegri en í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira