Danskur kokkur og fjölskyldufaðir myndaði vopnaviðskipti Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 13:21 Ulrich Larsen stendur við mynd af fyrrverandi leiðtogum Norður-Kóreu, Kim Il-sung og Kim Jong-il. KFA SCANDINAVIA Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu. Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu.
Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26