Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist.
Keïta er líkt og margur leikmaður Liverpool í landsliðsverkefnum að svo stöddu. Hann var einn fjögurra leikmanna Gíneu sem greindist í aðdraganda leiks Gínea og Gambíu sem fram fer á þriðjudag.
Guinea and Liverpool midfielder Naby Keita has tested positive for coronavirus. So much for having an international break amidst a pandemic. pic.twitter.com/yXV3Go49gu
— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) October 11, 2020
Keïta er þriðji leikmaður Englandsmeistaranna sem greinist á skömmum tíma. Thiago Alcântara, sem kom frá Bayern München í sumar greindist eftir að hafa komið inn af bekknum í 2-0 sigri á Chelsea í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Senegalski framherjinn Sadio Mané greindist einnig nýverið og ljóst að enginn af þremenningunum verður með Liverpool er deildin fer af stað að nýju eftir landsleikjahlé.
Keïta hefur byrjað alla deildarleiki Liverpool á tímabilinu.
Þá hafði Xerdan Shaqiri greint með veiruna en við nánari athugun kom í ljós að það voru mistök. Hann ku aldrei hafa fengið kórónuveiruna.