Áslaug Arna safnar sögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 22:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað breytingar á lögum um mannanöfn. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30