Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:09 Mikið tekjufall hefur orðið hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því að kóronuveirufaraldurinn skall á. Öllum landvörðum á Þingvöllum var sagt upp störfum í dag. Vísir/Vilhelm Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Það sé umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins. Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá þjóðgarðinum var sagt upp í morgun. Gestum hefur fækkað mikið á Þingvöllum síðustu mánuði og hefur algert tekjufall orðið í rekstri garðarins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands segir að þrátt fyrir það sé nauðsynlegt að sinna landvörslu innan þjóðgarðsins áfram á meðan hann er opinn öllum, allan sólarhringinn alla daga ársins. „Að ætlast til þess að aðrir starfsmenn þjóðgarðsins sinni störfum landvarða samhliða sínum störfum eru ekki ákjósanleg vinnubrögð og gerir lítið úr störfum landvarða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að benda á að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er rekin á um 80 prósenta sértekjum. Hann sé elsti þjóðgarður landsins sem varðveiti helstu menningarminjar Íslands, Þinghelgina sem setur þjóðgarðinn á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Sérstöðu þjóðgarðsins lýkur ekki þar, heldur er jarðfræði og lífríki þjóðgarðsins einstakt á heimsvísu. Seinustu ár hefur þjóðgarðurinn fengið talsvert fjármagn til framkvæmda við byggingu innviða. Það verður að teljast umhugsunarvert að ekki séu tryggðir nægir fjármunir í fjárlögum ríkisins til að sinna umhirðu og nauðsynlegri verndun svæðisins óháð sértekjum,“ segir í yfirlýsingunni.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36 Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20 Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Uppsagnir á Þingvöllum Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 12. október 2020 19:36
Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. 13. júní 2020 13:20
Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. 9. júní 2020 07:37