Bjóða umbun í þeirri von að leysa morð á þýskum bakpokaferðalangi Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2020 08:14 Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005. Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988. Ástralía Þýskaland Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988.
Ástralía Þýskaland Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira