Herða aðgerðir í London og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 09:24 Verið er að herða aðgerðir töluvert í London og víðar í Englandi. EPA/ANDY RAIN Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira