Herða aðgerðir í London og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 09:24 Verið er að herða aðgerðir töluvert í London og víðar í Englandi. EPA/ANDY RAIN Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira