531 smitaður í þremur stærstu hópsýkingunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 10:59 Tvær af þremur stærstu hópsýkingunum má rekja til skemmtanahalds. Vísir/vilhelm Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins. Stærsta sýkingin tengist Hnefaleikafélagi Kópavogs en hinar tvær skemmtanahaldi. Þá hefur tekist að rekja að minnsta kosti tíu aðrar hópsýkingar sem hver og ein telur 30 til 50 manns. Yfir fimmtán hundruð hafa greinst með veiruna í þriðju bylgju faraldursins sem miðað er við að hafi hafist um miðjan september. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að af þeim sem greinst hafa í seinni bylgjunni hafa 1.120 sýkst af veiru af sömu gerð, veiru sem nefnd hefur verið „bláa veiran“. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að stærstu hópsýkingar, sem rekja mætti til líkamsræktarstöðvar og skemmtistaða, í þessari bylgju faraldursins teldu nú einhver hundruð manns. Kom af stað fimm minni hópsýkingum Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn Vísis að stærsta hópsýkingin telji 235 einstaklinga. Sýkingin er rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs en þar greindust 55 með veiruna, líkt og RÚV greindi frá í gær. Veiran hafi síðan dreift sér áfram til 180 annarra og komið af stað að minnsta kosti fimm minni hópsýkingum. Þær tengjast meðal annars skólum, líkamsrækt og skemmtistöðum. Mjög einföld skýringarmynd af einni hópsýkingunni. Myndin segir ekkert til um í hvaða röð einstaklingar greinast heldur sýnir aðeins tengsl á milli smita. Næststærsta hópsýkingin telur 219 einstaklinga en hún tengist skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þar smituðust að minnsta kosti 45 á sama tíma og hefur veiran svo breiðst áfram til 174 annarra. Út frá þessu smiti hafa farið af stað fimm minni hópsýkingar, meðal annars í skólum og leikskólum. Þriðja stærsta hópsýkingin er frá því í lok sumars. Þar voru 77 smit rakin saman tengd skemmtanahaldi. Þar greindust 16 einstaklingar með veiruna á sama stað og tíma, sem leiddi til smita hjá rúmlega 50 öðrum. Þar á meðal greindust einstaklingar á leikskólum og sjúkrastofnun. Rakning hefur einnig leitt í ljós að minnsta kosti 10 aðrar sýkingar þar sem 30-50 einstaklingar hafa smitast. Tengjast þær nær alltaf stöðum þar sem margir koma saman, t.d. skemmtistöðum, veitingastöðum, skólum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira