Vilja lækka kosningaaldur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira