Skoða eigi leiðir til að treysta á aðra þegar mikið álag er á Landspítala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. október 2020 13:17 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira