Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 08:26 Bjarni Ákason, fjárfestir, var í gær sýknaður af ákæru um skattsvik en málið má rekja allt aftur til ársins 2007. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“
Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira