Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 13:33 Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Getty Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira