Innlent

Ógnaði öðrum með skærum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð til í nótt vegna hávaða frá bifreið.
Lögregla var meðal annars kölluð til í nótt vegna hávaða frá bifreið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað.

Lögregla kom einnig að málum þar sem tilkynnt var um ágreining á milli leigutaka og leigusala, auk þess sem tilkynnt var um slagsmál í umdæminu Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær.

Alls voru 64 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni og fjórir gistu fangageymslur í morgunsárið.

Af öðrum verkefnum má meðal annars nefna tvo einstaklinga sem voru sofandi í strætó en lögregla fór á vettvang til að vekja þá og vísa á brott. Þá bárust tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi í verslun og óvelkominn einstakling í heimahúsi.

Lögregla var einnig kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun og húsbrots í hjólhýsi. Þá urðu nokkur umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars eitt þar sem ekið var á brunahana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×