Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 23:23 Snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var fenginn til að flytja rafstöðina frá Skálafellsjökli og upp á Grímsfjall. Hér er snjóbíllinn með búnað Landvirkjunar og Jarðvísindastofnunar. Mynd/Almannavarnir. Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07