Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 23:19 Salvador Cienfuegos Zepeda (t.v.) með Enrique Peña Nieto, þáverandi forseta Mexíkó, árið 2016. Cienfuegos er sagður hafa gætt þess að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnagengi sem greiddi honum mútur en beindi þess í stað spjótum sínum að keppinautum þess. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira