Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 11:07 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, greiddi atkvæði daginn sem opnað var fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, þann 3. október Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fór með yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í nótt. Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. Þetta hefur engum stjórnmálaflokki tekist þar í landi síðan nýtt kosningakerfi var tekið í gagnið árið 1996. Búist var við harðri baráttu milli Verkamannaflokks Ardern og Íhaldsmanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna bentu þó til þess að kjósendur á Nýja Sjálandi myndu veita Ardern, sem nýtur töluverðra vinsælda, umboð til að stýra landinu næsta kjörtímabilið og sú varð raunin. Þjóðarflokkurinn hlýtur 27% af töldum atkvæðum og hefur játað ósigur í kosningunum. Kosningarnar áttu upprunalega að fara fram í september en var frestað um mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að morgni að staðartíma og lokuðu klukkan sjö að kvöldi, en Nýja Sjáland er ellefu klukkustundum á undan íslensku klukkunni. Yfir milljón kjósendur höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 3. október. Nýja-Sjáland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Verkamannaflokkur Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fór með yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í nótt. Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. Þetta hefur engum stjórnmálaflokki tekist þar í landi síðan nýtt kosningakerfi var tekið í gagnið árið 1996. Búist var við harðri baráttu milli Verkamannaflokks Ardern og Íhaldsmanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna bentu þó til þess að kjósendur á Nýja Sjálandi myndu veita Ardern, sem nýtur töluverðra vinsælda, umboð til að stýra landinu næsta kjörtímabilið og sú varð raunin. Þjóðarflokkurinn hlýtur 27% af töldum atkvæðum og hefur játað ósigur í kosningunum. Kosningarnar áttu upprunalega að fara fram í september en var frestað um mánuð vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að morgni að staðartíma og lokuðu klukkan sjö að kvöldi, en Nýja Sjáland er ellefu klukkustundum á undan íslensku klukkunni. Yfir milljón kjósendur höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 3. október.
Nýja-Sjáland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira