Telur þingsályktun um Reykjavíkurflugvöll „veikburða og asnalega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 12:31 „Undirritaður er þingmaður Suðurkjördæmis, íbúi í 101 Reykjavík, flugmaður og andstæðingur sýndarstjórnmála,“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, undir færslu sína sem hann birti á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira