Allt bendir til öruggs sigurs sósíalista í Bólivíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 07:50 Luis Arce sést hér fyrir miðri mynd fagna sigri með stuðningsmönnum sínum. Getty/Gaston Brito Miserocch Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu. Bólivía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira