Ný mönnunarstefna óskast! Sandra B. Franks skrifar 19. október 2020 12:01 Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun