Stjörnvöld sökuð um að hafa varpað allri ábyrgð á þríeykið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. október 2020 19:08 Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira