Stjörnvöld sökuð um að hafa varpað allri ábyrgð á þríeykið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. október 2020 19:08 Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira