Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 06:57 Undanfarnar vikur hefur kórónuveiran verið í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin fyrr í mánuðinum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem það mynduðust langar raðir fólks sem var að mæta í sýnatöku. Vísir/Vilhelm Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira