Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 13:32 Reimar Pétursson lögmaður segir að gengið hafi verið á stjórnarskrárvarin réttindi fólks í marga mánuði. Umræða um aðgerðirnar hefði átt að fara fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira