Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 12:05 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira