Rannsaka þarf innflutning landbúnaðarvara Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. október 2020 14:32 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur fjallað um misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands á tveimur fundum, að frumkvæði þingmanna Framsóknarflokksins. Undirrituð situr í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokks og er verulega umhugað um þessi mál. Umfjöllun nefndarinnar hefur nú þegar sýnt fram á að það þarf að bæta verklag við tollafgreiðslu matvöru, það þarf að yfirfara alla tollskrána fyrir matvæli og gæta betur að samræmi við alþjóðatollskrá því það er allra hagur að tollflokkun sé rétt. Allir tollasamningar byggja á því að alþjóðleg tollskrá tryggi samræmi milli landa. Það ætti því ekki að vera flókið að bæta verklag. Nefndin mun halda áfram umfjöllun um málið og kalla eftir frekari upplýsingum frá tollayfirvöldum um verklag og framkvæmd. Ostur tollaður sem jurtaostur Nefndinni barst minnisblað frá Bændasamtökum Íslands, þar kemur fram að árið 2019 hafi verið flutt inn mikið af jurtaosti og grunsemdir vöknuðu um að það væri vara þar sem uppistaðan væri mozarella ostur úr kúamjólk. Bændasamtök Íslands hafa snúið sér til fjármálaráðuneytisins sem nú hefur brugðist við. Fram til þessa hefur þessi ostur verið fluttur inn án tolla, en fjármálaráðuneytið hefur nú tekið af allan vafa um að ostur af þessu tagi fellur í tollflokk sem ber toll hér á landi. Árið 2019 nam innflutningur á þessum osti 299 tonnum, til framleiðslunnar þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til ársframleiðslu 8-10 íslenskra kúabúa. Tollur af þessum osti gæti numið 200- 300 milljón kr. það árið þ.e. tekjur sem ættu að renna í ríkissjóð. Það hefur líka komið fram að yfirvöld tollamála hafa heimild til endurákvörðunar tolla allt að 6 ár aftur í tímann ef vara reynist hafa verið ranglega afgreidd. Ekki hefur verið staðfest hvað veldur þessu misræmi. Yfirvöld tollamála þurfa að bregðast við Skýringar geta vissulega legið í ýmsu, en ég legg mikla áherslu á yfirvöld tollamála bregðist við, rannsaki málin aftur í tímann og tryggi að hér eftir verði þessi ostur og önnur matvara sem flutt er til Íslands flokkuð í réttan tollflokk í samræmi við alþjóðlega tollskrá. Það verður að bregðast hratt við. Áfram veginn og veljum íslenskt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Alþingi Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur fjallað um misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands á tveimur fundum, að frumkvæði þingmanna Framsóknarflokksins. Undirrituð situr í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokks og er verulega umhugað um þessi mál. Umfjöllun nefndarinnar hefur nú þegar sýnt fram á að það þarf að bæta verklag við tollafgreiðslu matvöru, það þarf að yfirfara alla tollskrána fyrir matvæli og gæta betur að samræmi við alþjóðatollskrá því það er allra hagur að tollflokkun sé rétt. Allir tollasamningar byggja á því að alþjóðleg tollskrá tryggi samræmi milli landa. Það ætti því ekki að vera flókið að bæta verklag. Nefndin mun halda áfram umfjöllun um málið og kalla eftir frekari upplýsingum frá tollayfirvöldum um verklag og framkvæmd. Ostur tollaður sem jurtaostur Nefndinni barst minnisblað frá Bændasamtökum Íslands, þar kemur fram að árið 2019 hafi verið flutt inn mikið af jurtaosti og grunsemdir vöknuðu um að það væri vara þar sem uppistaðan væri mozarella ostur úr kúamjólk. Bændasamtök Íslands hafa snúið sér til fjármálaráðuneytisins sem nú hefur brugðist við. Fram til þessa hefur þessi ostur verið fluttur inn án tolla, en fjármálaráðuneytið hefur nú tekið af allan vafa um að ostur af þessu tagi fellur í tollflokk sem ber toll hér á landi. Árið 2019 nam innflutningur á þessum osti 299 tonnum, til framleiðslunnar þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til ársframleiðslu 8-10 íslenskra kúabúa. Tollur af þessum osti gæti numið 200- 300 milljón kr. það árið þ.e. tekjur sem ættu að renna í ríkissjóð. Það hefur líka komið fram að yfirvöld tollamála hafa heimild til endurákvörðunar tolla allt að 6 ár aftur í tímann ef vara reynist hafa verið ranglega afgreidd. Ekki hefur verið staðfest hvað veldur þessu misræmi. Yfirvöld tollamála þurfa að bregðast við Skýringar geta vissulega legið í ýmsu, en ég legg mikla áherslu á yfirvöld tollamála bregðist við, rannsaki málin aftur í tímann og tryggi að hér eftir verði þessi ostur og önnur matvara sem flutt er til Íslands flokkuð í réttan tollflokk í samræmi við alþjóðlega tollskrá. Það verður að bregðast hratt við. Áfram veginn og veljum íslenskt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun