Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 18:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug. Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug.
Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58