„Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 07:37 Upptök skjálftans á þriðjudag, sem mældist 5,6, voru á Núphlíðarhálsi, skammt frá Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira