Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 10:35 Biggi lögga telur fánamálið svokallaða geta styrkt lögregluna. Stöð 2/Eggert Jóhannesson Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020 Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. Um sé að ræða mistök sem hægt sé að læra af og þau þurfi ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í færslu sem Birgir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær en talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum á miðvikudag vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli voru í kjölfarið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Í færslu sinni á Facebook kveðst Birgir sammála Ásgeir Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, varðandi það að „merkjatíska“ lögreglunnar hafi farið úr böndunum. Ástæða sé fyrir því að lögreglan sé í einkennisbúningi. Fólk eigi að vita að hverju það gengur þegar það nálgast lögregluna, sama hvaða einstaklingur beri búninginn. Engum til góðs að það myndist spenna milli samfélags og lögreglu „Það á engum að standa ógn af lögreglunni og því er það verulega slæmt ef einhver af þessum merkjum hafa gefið í skyn að það sé ástæða til þess. Sá ótti væri nefnilega óþarfur,“ segir Birgir. Hann segir að hratt og fagmannlega hafi verið tekið á þessu máli innan lögreglunnar og lögreglumenn hafi strax fengið skilaboð um að engin aukamerki væru leyfð á búningunum. Svona mál ætti því ekki að koma upp aftur en eftir standi umræðan og hugarfarið: „Hvert viljum við fara með þetta? Það er engum til góðs að það myndist einhver spenna milli samfélags og lögreglu. Við höfum dæmi úr samtímanum frá öðrum ríkjum hvernig slíkt getur þróast. Í heilbrigðu samfélagi er lögreglan partur af samfélaginu en stendur ekki fyrir utan það. Ég trúi því að við viljum hafa það þannig hér. Núna er ákveðin pirringur innan ákveðins hóps í samfélaginu og líka innan lögreglunnar. Það er ekki gott. Föllum ekki í þá gryfju að fara að stilla hópum upp á móti hvor öðrum og ekki heldur að gera þessa umræðu flokkspólitíska. Þótt sum þessara umræddu merkja komi frá Bandaríkjunum þá þurfum við ekki að taka orðræðuna þaðan líka,“ segir Birgir sem telur sig vinna í frábæru lögregluliði með mjög færum einstaklingum. Vonar að lögreglan muni áfram hafa traust almennings „Einstaklingum með mismunandi styrki og veikleika að sjálfsögðu, annað væri óeðlilegt. Ég er líka stoltur af vinnunni minni. Við erum að leggja hart að okkur og álagið er sérlega mikið þessi misserin. Það eru nýjar áskoranir í hverju horni. Áskoranir sem við tæklum flestar drullu vel. Þarna hafa greinilega verið gerð mistök og það er verulega leiðinlegt. Þetta voru samt held ég mistök sem hægt er að læra af og þurfa ekki að hafa neikvæðar afleiðingar þegar upp er staðið. Ef við höldum rétt á spilunum getur þessi umræða meira að segja gert okkur að enn betra lögregluliði. Núna verður t.d. fræðsla um svona málefni pottþétt tekin enn lengra innan lögreglunámsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka verið að gera hluti til þess að nálgast hina mismunandi hópa samfélagsins á jákvæðan hátt. Vonandi verður bara settur enn meiri kraftur í slíka vinnu. Samfélagið er síbreytilegt og lögreglan þarf að stíga þá öldu jafn óðum. Það er spennandi áskorun,“ segir Birgir. Þá kveðst hann vona að lögreglan hafi áfram það traust hjá almenningi sem hún hafi haft hingað til enda sé slíkt traust afar dýrmætt. „Ég vona að börn á leið í skólann muni aldrei hætta að vinka okkur eins og rokkhetjum þegar við keyrum framhjá. Ég vona líka að allir hópar samfélagsins finni sig örugga og treysti lögreglunni á Íslandi um ókomna tíð. Í þeirri vegferð berum við lögreglumenn að sjálfsögðu mesta ábyrgð. En umræðan skiptir líka miklu máli. Góð og heilbrigð sambúð lögreglu og samfélags er okkur öllum til góðs. Höldum áfram að vinna að því,“ segir í færslu Birgis sem sjá á í heild sinni hér fyrir neðan. Ég veit ekki alveg hvernig þessi merkja tíska kom inn hjá okkur í lögreglunni. Væntanlega eitthvað erlendis frá eins...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on Thursday, October 22, 2020
Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira