Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 10:22 Gísli Páll Pálsson er forstjóri Grundarheimilana og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Egill Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira