Gera ekki ráð fyrir „lágum tölum“ fyrr en í lok nóvember Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:34 Beðið eftir skimun fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Nýsmituðum hefur fækkað á landinu síðustu daga. Vísir/Vilhelm Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02
Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34
33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55