Ísland farið af „gráa listanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 13:30 í dag. Vísir/vilhelm Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35
Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29