„Þetta er harmleikur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Guttormur er með búskap á bænum Grænumýri ásamt konu sinni og fjórum ungum börnum. Facebook/Guttormur Hrafn Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11